top of page

Okkar stefna er að framleiða, þjónusta og uppfylla ávallt væntingar viðskiptavina og að fyrirtækið skili ávallt umsömdum gæðum á þeim tíma sem um er samið og viðhaldi jafnframt góðum tengslum.

 

Stjórnskipulag fyrirtækisins miðast við að samskipti og tengsl við viðskiptavini séu skilvirk og jákvæð. Viðskiptasamningar eru ávallt réttir, sanngjarnir og í samræmi við þörf viðskiptavina. 

 

Fyrirtækið hefur mótað sér stefnu í umhverfismálum svo og að vinna eftir gæðastaðlinum ISO 9001 og ISO 22000, þar sem allir starfsmenn taka virkan þátt í að vinna stöðugt að umbótum gæðakerfisins. 

 

ISO 22000 gengur út á að tryggja að fyllsta hreinlætis sé gætt þ.e. frá móttöku hráefna til framleiðslu og sölu, að setja umgengnisreglur fyrir starfsmenn sem hafa það að markmiði að leiðbeina um rétta meðhöndlun matvæla og að koma upp fullnægjandi meindýravörnum.

GÆÐASTEFNA

Stjórnendur Farmers Bistro hafa skilgreint hlutverk og mótað stefnu fyrirtækisins. Nýtt gæðakerfi hefur verið innleitt í samvinnu við allt starfsfólk fyrirtækisins sem hefur fengið viðunandi kynningu og kennslu til að ná tilsettum sameiginlegum markmiðum.

Stjórnskipulag fyrirtækisins miðast við að samskipti og tengsl við viðskiptavini séu skilvirk og jákvæð og hefur fyrirtækið mótað sér stefnu í að vinna eftir gæðastaðlinum ISO 9001 og ISO 22000, þar sem allir starfsmenn taka virkan þátt í að vinna stöðugt að umbótum gæðakerfisins. 

Það er stefna fyrirtækisins að starfsemin uppfylli ávallt þær opinberu kröfur sem gilda um rekstur fyrirtækisins hverju sinni.

GÆÐAKERFIÐ

Vertu sýnilegur í gæðamálum!

Fyrirtækið byggir sína starfsemi á ISO 9001:2015, ISO 22000 og straumlínustjórnun sem allir starfsmenn þurfa að taka þátt í sem einn maður. Þú ert því lykilmaður í því hlutverki og án þín er ekki hægt að halda úti góðu gæðakerfi. Láttu því ekki þitt eftir liggja í að gera hlutina eins vel og kostur er.

 

Afrakstur af góðu gæðastjórnunarkerfi eykur ánægju viðskiptavinarins og starfsmanna og eykur samkeppnishæfni fyrirtækisins. Það eflir traust þess og kemur í veg fyrir mistök og sóun í öllum rekstri.

 

Búið er að innleiða ýmis eftirlitsblöð sem er virkur þáttur í gæðakerfinu, ásamt því að verið er að nota frábrigðaskýrsluna yfir öll þau frávik sem upp geta komið í vinnunni. Þú munt á einhverjum tímapunkti þurfa að fylla út frábrigðaskýrslu svo endilega vertu virkur sem fyrst.

 

Þegar talað er um frábrigði þá eru það allir hlutir sem fara úrskeiðis á vinnustaðnum eins og t.d. þegar vara er ranglega afgreidd, kvörtun berst frá viðskiptavini, bilun verður í vél, skemdar umbúðir, hráefni er skemmt eða jafnvel eitthvað sem þú telur að betur mætti fara. 

 
 
ferskleiki - fróðleikur - upplifun

— Gildi fyrirtækisins

UMHVERFISSTEFNA

Fyrirtækið einsetur sér að vinna í átt að grænni hugsun með því að draga úr pappírsnotkun með rafrænu bókhaldi og flokka allt sorp. Umhverfisstefnan byggir á ISO 14001 og markmiðið með henni er að stuðla að umhverfisvernd og mengunarvörnum.

ISO 14001 er alþjóðlegur staðall um umhverfisstjórnunarkerfi. Þessi staðall hjálpar fyrirtækjum að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum, fylgja lögum og reglugerðum og vinna að stöðugum umbótum og lágmörkun mengunar. 

Öll hreinsiefni eru umhverfisvæn og er stuðst við sérstakan hreinsiefnalista til að lágmarka alla mengun.

 

„Hugsum áður en við hendum“.  Allur úrgangur skal flokkaður á neðangreindan hátt:

  • Flöskur og dósir

  • Pappi og blöð

  • Plast

  • Orkutunnan - blandað sorp

Fyrirtækið vaktar notkun á eldsneyti og sorpi í þeim tilgangi að lágmarka sóun.

STARFSMANNASTEFNA

Markmið fyrirtækisins er að hafa yfir að ráða hæfu, áhugasömu og vel þjálfuðu starfsfólki sem er fært um að axla ábyrgð og sýna frumkvæði í starfi og geta þannig tekið virkan þátt í framþróun fyrirtækisins. Allir starfsmenn eru virkjaðir í gæðamálum.

bottom of page