top of page

FLÚÐA - JÖRFI

YLRÆKT

Í garðyrkjustöðinni Flúða-Jörfa eru ræktaðar paprikur 10 mánuði á ári og tómatar allt árið. Gróðurhúsin sem þekja um 5000 fermetra, eru lýst með raflýsingu og eru hituð upp með jarðhita.

 

Lífrænar varnir eru notaðar til varnar meindýrum, auk þess sem býflugur sjá um frævun blómanna og stuðla þannig að stærri og safaríkari aldinum. Árs ræktun er um 100 tonn.

Á uppskerutímanum eru paprikur klipptar af plöntunum einu sinni í viku, þeim pakkað samdægurs og sendar á markað.

Garðyrkjustöðin Flúða-Jörfi er hituð upp með vatni frá Hitaveitu Flúða, en aðgangur að miklu heitu vatni er frumskilyrði ylræktar af þessu tagi.  

 

Við ræktunina er notað hreint vatn og áburður, auk þess sem kolsýra (CO2) er skömmtuð inn í gróðurhúsin til að örva aldinframleiðslu plantnanna. Þetta allt ásamt gnægð sólarljóss, raflýsingar og mikilli vinnu gera paprikurnar að hluta af þeirri litríku flóru sem íslenskt grænmeti er.

Einnig eru eru ræktuð um 100 tonn af tómötum árlega.

ÚTIRÆKT

Garðyrkjustöðin Flúða-Jörfi er með mikla útirækt í Hvítárholti og er okkur umhugað að ganga vel um landið.  Til þess stundar garðyrkjustöðin skiptirækt með káli og gulrótum annars vegar og korni hins vegar.

Korn er ræktað í tvö til þrjú ár í jarðveginum áður en skipt er yfir í kál og það ræktað í nokkur ár áður en skipt er aftur yfir í korn. Þetta gerir það að verkum að ekki er gengið nærri jarðvegi. 

salad.jpg
bottom of page